sunnudagur, júlí 04, 2004

Ekki á morgun heldur hinn! allt í einu erum við bara að fara af stað. Skrýtið, búin að reyna að hugsa ekki of mikið um ferðina af því það var alltaf svo langt þangað til en svo er bara allt að gerast og ég ekki búin að hugsa allt sem ég ætlaði að hugsa *hehehe* maður er allavega komin með alla miða og tryggingar og svona næstum allt lífsnauðsynlegt (plástur Ásta). Við erum búin að plana hringinn sem við ætlum að fara og svo fer eftir tímanum hvað við náum að komast yfir. Á þriðjudaginn fljúgum við til Hamborgar og gistum þar fyrstu nóttina, síðan fórum við niður Þýskaland og ætlum að vera í Stuttgart hjá Sævari og Írisi á ca. fimmtudag og fara svo til Ellu Völu í Freiburg á laugardag og fá okkur snúning á háskólaballi! Síðan verður ósk Jóns uppfyllt og farið í skátamiðstöðina Kandersteg í Sviss og hitta Chris þar, þaðan til Ítalíu, Slóveníu, Króatíu og Serbíu, þaðan upp til Ungverjalands, Slóvakíu og Póllands og planið er að eyða síðustu dögunum í Berlín hjá skrítnum ítölskum heimspekingi og skáta sem heitir Michele og Jón þekkir. Líklega heimsækjum við einhverja fleiri skáta og fáum að gista hjá þeim. Mér finnst ég ætti bara að fara að fá skátaskyrtu ég er orðin svo sjóuð í þessu liði! ég þarf að hafa mig alla við að þessi ferð breytist ekki í skátareisu *híhí* En þetta verður snilldin ein, það er bara að sjá hvort ferðin standist samanburðinn við Interrail 2002! annars finnst mér þetta flott, fara annað hvert ár í mánaðarreisu!

2 Comments:

At 5. júlí 2004 kl. 11:05, Anonymous Nafnlaus said...

Er að athuga hvort þetta virkar. Mamma

 
At 7. júlí 2004 kl. 20:16, Anonymous Nafnlaus said...

góða ferð. Hlakka til að sjá ykkur á morgun, ég skal eiga ískaldan öl í ísskápnum.

kveðja,
Sævar

 

Skrifa ummæli

<< Home