föstudagur, júlí 09, 2004

Erum stödd hjá Sævari og Írisi í Stuttgart. Vorum sótt á lestarstöðina og allt, svaka þjónusta:) Sátum á besta pubnum í hverfinu, bei Sævar und Íris og smökkuðum meðal annars danska snafsa og ökologische speltbjór. Annars var aðalmálið í gær súkkulaðisafnið í Köln. Þar gat maður séð hvernig súkkulaði verður til alveg frá kakóplöntunni til konfektmolans. Það var meira að segja pínulítill regnskógur til að sýna náttúrulegar aðstæður sem kakóplantan vex í. Ég smakkaði kakóbaun sem var ekki sérlega góð, bragðið var frekar beiskt en svo fengum við líka nýtt súkkulaði úr súkkulaðibrunni! Svo var að sjálfsögðu súkkulaðibúð á safninu en við létum okkur tvo konfektmola nægja. Í Köln fengum við Bockwurst í hádeginu en það er risapylsa, meira eins og bjúga að stærð, þannig að það var ekki nokkur leið að klára hana.
Á morgun ætlum við með Sævari, Írisi og Hlyni á fjölskyldudag Bosch og um kvöldið á háskólaball með Ellu Völu. Það er spurning hvort við komust þar inn þar sem við pökkuðum ekki síðkjól og fíneríi með í bakpokanum:)

2 Comments:

At 9. júlí 2004 kl. 15:02, Anonymous Nafnlaus said...

Ha og bara ekkert um fylleríið á Jón í gærkveldi ;)
Maður fréttir nú ýmislegt á Íslandi :D

//Verkfræðlingurinn

 
At 12. júlí 2004 kl. 01:12, Blogger Eva said...

Létuð tvo konfektmola nægja ... jájá, einmitt. Þið átuð bara alla hina og eigið ekki nema tvo til að sína okkur hinum þegar þið komið heim ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home